Fréttir

30 mars ´09

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar verður haldinn mánudaginn 6. apríl n.k. kl: 20:30 í húsi björgunarsveitarinnar

11. febrúar ´09

Námskeiðið björgunarmaður í aðgerðum verður haldið mánudagskvöldið 2.mars n.k. í húsi björgunarsveitarinnar

 

28.janúar´09

Námskeiðið VÉLSLEÐAMAÐUR 1 var haldið mánudaginn 26. janúar  í húsi björgunarsveitarinnar og komu um 20 manns á námskeiðið. Sem heppnaðist mjög vel.
 
Nýtt dósadagatal er komið á síðuna. Munið að kikja á og skoða dagsetningarnar hvenær þið eigið dósatínslu.
 
Flugeldasýning, frumraun Björgunarsveitarinnar að halda smá sýningu og vonum við að vel hafi tekist, endilega sendið mér mail á dreso@internet.is ef þetta er góð hugmynd að gera á hverju ári.
 
Björgunarsveitin hefur hafið sölu á hlýjum undirfatnaði frá norsku fyrirtæki sem heitir Ullmax. Það sem gert er að fara inn á www.ullmax.is versla og hakað við til styrktar Björgunarsveitar Biskupstungna.
 
Munið mánudagskvöldin allir velkomnir í vinnuspjall eða kaffispjall heitt á könnunni. Kl 20:30
 

Hvað er Ullmax ?     www.ullmax.is

Ullmax er öðruvísi fjáröflun.
Ullmax var stofnað í Noregi til að styrkja íþróttafélög án þessa að félögin þyrftu að taka á sig fjárhagslega áhættu.
Hér á Íslandi langar okkur til að leggja áherslu á fjáröflun björgunarsveitanna. Eins og landsmenn vita er það einstakt í heimi hér að haldið sé úti svo öflugum sveitum í sjálfboðavinnu en reksturinn kostar alltaf sitt. Við ætlum þó ekki að gleyma íþróttafélögunum og er þeim velkomið að hafa samband.

Hönnunin hefur notið gríðalegrar velgengni og flestir segja að framleiðslan selji sig sjálf! Á fimm árum hafa íþróttafélögin í Noregi þénað 70 milljónir noskra króna (miða við gengi 14. júní 2008 er það yfir milljarður ísl. króna) á sölu Ullmax!

Okkar markmið er að styrkja góð málefni á nýjan hátt og koma með nýja hugsun inn í fjáröflunaraðferðir.
Þú ert ekki skuldbundinn á neinn hátt þó þú hafið samband við okkur og fáir upplýsingar.